6.1 C
Selfoss

Þrenn umhverfisverðlaun veitt í Rangárþingi ytra

Vinsælast

Eins og hefð er fyrir, voru Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra veitt á Kjötsúpuhátíðinni um síðustu helgi. Leitað var til íbúa um tilnefningar til verðlaunanna en Skipulags- og umhverfisnefnd tók svo ákvörðun um verðlaunahafa.

Allir verðlaunahafar eiga það sameiginlegt að leggja sig fram um að halda sínu nærumhverfi snyrtilegu og eru þar með afar hvetjandi fyrir aðra íbúa og gesti sveitarfélagsins.

Snyrtilegasti garðurinn er Njálsgerði 1

Þau Edda Antonsdóttir og Halldór Óskarsson, íbúar í Njálsgerði 1, hafa ræktað upp ævintýralegan garð þar sem tré, blóm og jurtir fá að hvert sitt pláss svo vel er. Garðurinn er afar snyrtilegur, vel skipulagður og hirtur. Litadýrðin í garðinum hefur notið sín í góðviðrinu í sumar og oftar en ekki stoppar fólk á gangstígnum sem liggur meðfram garðinum bara til að virða fyrir sér fegurðina.

Snyrtilegasta býlið er Butra

Ábúendur á Butru eru þau Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson. Öll aðkoma að býlinu er afar snyrtileg og greinilega vel hugað að því að allt svæðið í kringum íbúðar- og útihús sé vel frágengið. Byggingum er vel við haldið svo sómi er af.

Snyrtilegasta fyrirtækið er Fóðurblandan

Allt aðgengi og svæði í kringum húsnæði Fóðurblöndunnar er snyrtilegt og aðgengi fyrir viðskiptavini vel frágengið. Húsnæðinu er vel viðhaldið og ásýndin góð, það sést ekki á því hversu gamalt húsnæðið er í raun. Öllu efni er vel raðað innan girðingar og skipulagið til sóma.

Guri Hilstad Ólason, nefndarmaður í Skipulags- og umhverfisnefnd, afhenti verðlaunin og naut við það hjálp frá Ólöfu Bergrós Jónasdóttur og Vali Frey Stefánssyni. Við viðurkenningu Fóðurblöndunnar tók Karítas Björg Tryggvadóttir.

Nýjar fréttir