5.6 C
Selfoss

Gleði í loftinu á Töðugjöldum

Vinsælast

Töðugjöld fóru fram í blíðskaparveðri um liðna helgi. Það var gríðarleg gleði í loftinu og naut fólk sín vel í veðurblíðunni. Töðugjöld hófust á fimmtudagskvöld með tónleikum Radda úr Rangárþingi á Stracta Hótel Hellu sem tókust gríðarlega vel, á föstudagskvöldi fór fram Þorpararölt um bláa hverfið þar sem var engu líkara en við værum stödd á Menningarnótt og á laugardeginum var svo fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds.

Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Ingi Ólafsson:

Á Töðugjöldum fór fram starfsíþróttakeppni HSK en að þessu sinni var keppt í þremur greinum. Kökuskreytingum, Fuglagreiningu og Stafsetningu.

Úrslit voru eftirfarandi:

Kökuskreytingakeppni

1.sæti Hafdís Laufey Ómarsdóttir
2.sæti Lea Mábil Andradóttir og Eldey Eva Engilbertsdóttir
3.sæti Sesar Ólaf Stefánsson

Sigurvegarar í kökuskreytingakeppni. F.v. Lea Mábil Andradóttir, Eldey Eva Engilbertsdóttir, Hafdís Laufey Ómarsdóttir og Sesar Ólaf Stefánsson.

 

Fuglagreining

1.sæti Eiríkur Vilhelm Sigurðarson og Vilhelm Bjartur Eiríksson
2.-3. sæti Sævar Jónsson og Jón M. Ívarsson
4. sæti Kolbrún Júlíusdóttir

Sigurvegarar í fuglagreiningu. F.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Sævar Jónsson, Jón M. Ívarsson og Kolbrún Júlíusdóttir.

Stafsetningarkeppni 16 ára og eldri

1.sæti Svanborg Jónsdóttir
2.sæti Sigríður Arndís Þórðardóttar
3.sæti Jón M. Ívarsson

Stafsetningarkeppni 16 ára og yngri

1.sæti Sæmundur Jónsson

Sigurvegarar í stafsetningu, Sæmundur Jónsson og Svanborg Jónsdóttir (Amma Sæmundar)

Nýjar fréttir