12.3 C
Selfoss

Selja erlendum fjárfestum vatnið

Vinsælast

Stór hluti vatnsfyrirtækisins Icelandic Water Holdings á Hlíðarenda í Ölfusi, sem er félag utan um vatnsframleiðslu undir merkjum Icelandic Glacial, hefur verið seldur til erlendra fjárfesta. Morgunblaðið greindi frá fyrir helgi.

Þeir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa undirritað kaupsamning og gengið verður frá kaupunum þann 22. ágúst.

Í samtali við Morgunblaðið segir Jón að bæði kaupverð og hlutur fjárfestanna, sem komi víðsvegar að úr heiminum, sé trúnaðarmál. Þá segir hann aðdragandann að kaupunum hafa verið langan, en hann hafi hitt fjárfestana árið 2019, í Frakklandi og lítið hafi verið hægt að aðhafast á meðan heimsfaraldur stóð yfir. Hafa fjárfestarnir í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins með því að reisa nokkrar verksmiðjur til viðbótar.

Breytingar voru gerðar á stjórn félagsins á aðalfundi sem haldinn var í júní, en sænski fjárfestirinn Johan Eric Dennelind, fyrrum forstjóri fjarskiptafélaganna Du og Telia Company, var kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins.

Þá segist Morgunblaðið hafa heimildir fyrir því að kínverski auðjöfurinn Jack Ma, stofnandi sölusíðunnar Alibaba, hafi komið að viskiptunum.

Nýjar fréttir