5.6 C
Selfoss

Höggi frá sigrinum

Vinsælast

Íslandsmótið í gofli fór fram á Urriðaholtsvelli um liðna helgi. Golfklúbbur Selfoss sendi frá sér fimm fulltrúa að þessu sinni og í tilkynningu frá Golfklúbbnum segir að fulltrúar GOS hafi staðið sig frábærlega.

Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri og yfirþjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss, var höggi frá því að vinna mótið í æsispennandi keppni á sunnudag, þar sem úrslitin réðust á 18. holu, en Hlynur spilaði hringina á 70 – 65 – 68 – 71, eða samtals 10 undi pari vallarins.

Hlynur jafnaði að auki vallarmetið í Urriðaholti á öðrum degi, nokkrum mínútum eftir að atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst setti það. Hann fékk sex fugla og tapaði ekki höggi.

Hlynur, sem er á 47. aldursári, gaf yngri keppendunum ekkert eftir, en meðalaldur í karlaflokki var 26,2 ár.

Aron Emil frá Golfklúbbi Selfoss endaði í 7. sæti og Heiðrún Anna var í 8. sæti í kvennaflokki og átti ein af tilþrifum mótsins þegar hún náði erni á 14. braut.

Nýjar fréttir