3.4 C
Selfoss

Glæsilegur árangur hjá Þorvaldi og Daníel

Vinsælast

Þrír íslendingar keppa á Ólympiuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Maribor í Slóveníu dagana 24.-29.júlí.

Í tilkynningu frá Frjálsíþróttadeild Selfoss kveðjast þau stolt af því að eiga tvo af þremur keppendum sem valdir voru á Ólympíuhátíðina í ár, þá Þorvald Gauta Hafsteinsson og Daníel Breka Elvarsson.

„Þorvaldur Gauti Hafsteinsson keppti í 800m hlaupi mánudaginn 24. júlí. Alls voru 23 strákar á aldrinum 16-17ára skráðir til leiks, hlaupið var í þremur riðlum og hljóp Þorvaldur í þriðja riðli, hljóp hann flott hlaup og stórbætti sinn persónulega árangur en hann kom í mark á tímanum 2,00,06mín en fyrir átti hann best 2,02,75mín sem var einnig Hsk-met í hans aldursflokki 16-17ára pilta þannig að hann bætti gamla metið sitt verulega. Þorvaldur hafnaði í 20.sæti af 23 keppendum og þess ber að geta að flestir keppendurnir eru ári eldri en hann. Glæsilegur árangur hjá þessum stórefnilega hlaupara. Daníel Breki Elvarsson keppti í spjótkasti þriðjudaginn 25. júlí. Stóð Daníel Breki sig svo sannarlega vel og kastaði 56,19m sem er hann lengsta kast á þessu ári. Hann hafnaði í 12.sæti af 14 keppendum. Glæsilegur árangur á þessu gríðarlega sterka móti,“ segir Rúnar Hjálmarsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar Selfoss í samtali við Dagskrána, en Rúnar er þjálfari allra íslensku keppendanna á mótinu.

Nýjar fréttir