10 C
Selfoss

Árborg selur íbúð á 34 milljónir króna

Vinsælast

Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar, þann 20. júlí sl. var kauptilboð samþykkt í parhúsaíbúð við Hulduhól á Eyrarbakka.

Alls bárust fjögur tilboð í eignina og samþykkti bæjarráð að taka kauptilboði frá Ómari Einarssyni að upphæð 34 milljóna króna.

Á fundinum veitti bæjarráð Fjólu St. Kristinsdóttur, bæjarstjóra í Árborg, fullt og ótakmarkað umboð til sölu eignarinnar.

Nýjar fréttir