11.1 C
Selfoss

Götulokanir vegna hjólreiðakeppni á laugardag

Vinsælast

Laugardaginn 22. júlí verður hjólreiðakeppnin The Rift haldin á Hvolsvelli. Keppnin verður ræst klukkan 7 á laugardagsmorgun og er áætlað að keppendur komi í mark á milli klukkan 13 og 17 og er gert ráð fyrir því að umferð hjólandi um Fljótshlíðarveg verði mest á þeim tíma.

Keppendur eru alls um 1200 og ljóst að keppnin kemur til með að hafa töluverð áhrif á bæjarlífið og alla umferð um Hvolsvöll, Fljótshlíð og nærliggjandi hálendisvegi.

Samkvæmt tilkynningu frá Rangárþingi eystra verður hluti Hlíðarvegs lokaður frá kl. 18:00 föstudaginn 21. júlí til kl. 22:00 laugardaginn 22. júlí vegna keppninnar

Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát í umferðinni á laugardaginn og aka um merktar hjáleiðir.

Nýjar fréttir