4.5 C
Selfoss

Sveitarfélagið Árborg tekur lán uppá 1,4 milljarða króna

Vinsælast

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt lántöku hjá Landsbankanum uppá tæpar 1,4 milljarða króna. Lánið er til tveggja ára. Lánið er tekið til að fjármagna sveitarfélagið í gegnum eignir sem eru í söluferli. Samhliða láninu mun yfirdráttarheimild sveitarfélagsins lækka úr 750 milljónum niður í 400 milljónir króna.

Lánið er tryggt með veðsetningu í eftirtöldum fasteignum sveitarfélagsins: Tryggvagata 13 (Sandvíkuskóli), Tryggvagata 36 og landspildu í Björkurstykki.

Fjólu St. Kristinsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, var veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánasamning við Landsbankann auk þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku og veðsetningu þessari.

Nýjar fréttir