-1.6 C
Selfoss

Glæsilegt motocrosssvæði opnað á Hellu

Vinsælast

Fjölmennt var á opnunarhátíð þann 1. Júlí sl. þegar svæði undir akstur vélhjóla, á vegum akstursíþróttadeildar Ungmennafélagsins Heklu, var opnað við hátíðlega athöfn, rétt austan við Hellu.

Málið á sér langan aðdraganda, en hugmyndin kom upp fyrst í september 2019 og var síðan tekin formlega fyrir í stjórnsýslunni í með umfjöllun Skipulagsnefndar í mars 2021. Síðan hefur málið farið í gegnum skipulagsferli með breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 12. maí 2022.

Eggert Valur Guðmundsson afhendir Atla Má Guðnasyni blómvönd í tilefni dagsins. Ljósmynd: Rangárþing ytra.

Svæðið er, sem fyrr segir, staðsett rétt austan við Hellu, en farið er upp afleggjarann að Gunnarsholti til að komast að því. Akstursbrautir Umf. Heklu eru þrjár, Púkabraut, fyrir þau yngstu sem eru að stíga sín fyrstu skref í motocrossi, Byrjendabraut, fyrir byrjendur, yngri en 12 ára og löggild keppnisbraut sem er 1,9 km að lengd, fyrir ökumenn eldri en 12 ára. Í framtíðinni bætist við fjórða brautin, hardenduro braut. Aðgöngumiða í brautirnar er hægt að fá á Olís á Hellu. Svæðið verður alla jafna opið frá apríl til september, frá kl. 11-21.

Ljósmynd: Rangárþing ytra.

Heimamenn taka fagnandi á móti sérhönnuðu og afmörkuðu svæði til iðkunnar á íþróttinni og í tilkynningu frá Rangárþingi ytra segir að vandað hafi verið til verka og að umgjörðin öll sé til fyrirmyndar.

Nýjar fréttir