4.5 C
Selfoss

Súkkulaðilax

Vinsælast

Í byrjun 20. aldar var hvorki vatnsveita né fráveita í Reykjavík og þess vegna ekki vatnsklósett. Þá voru kamrar, með tilheyrandi kamarfötum. Þær þurfti að tæma og það gerðu sérstakir menn, sem fóru um með svokallaða súkkulaðivagna.

Spurningin hvar þeir tæmdu vagnana veldur gjarnan viðbjóði. Ef þetta kamra- og súkkulaðivagnakerfi væri á Selfossi núna væru milli 5 og 10 vagnar tæmdir í ána á dag, líklegast undir brúnni. Þetta þætti ógeðslegt, einkum gagnvart lax- og silungsveiði.

Sannleikurinn er hins vegar sá að núverandi kerfi er jafn ógeðfellt. Liturinn á jökulvatninu bætir á vandann, þar sem sólarljósið nær síður að sótthreinsa hið feiknamikla magn af manna, sem fer frá allri byggð á Selfossi, í ána.

Það má segja að þeir fisksölu- og veitingamenn séu ekki klígjugjarnir, sem bjóða upp á Ölfusárveiddan lax. Gárungarnir gætu sem hægast farið að kalla hann súkkulaðilaxinn.

Hreggviður Hermannsson

Nýjar fréttir