5.3 C
Selfoss

Tekinn á 141 km hraða

Vinsælast

27 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um síðustu helgi, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sá sem ók hraðast ferðaðist á 141 km hraða en alls voru 9 ökumenn kærðir fyrir að aka bifreiðum sínum á yfir 120 km hraða.

Jafnframt er tekið fram að framundan séu nokkrar stórar umferðarhelgar hér á Suðurlandi og hvetur lögregla ferðalanga til að gera sitt allra besta í að stuðla að slysalausu sumri, huga vel að hámarkshraða á vegum, gæta að góðu bili milli bíla og minnir á að beltin bjarga einungis ef þau eru notuð. Þá er fólk að sjálfsögðu minnt á að neyta ekki áfengis eða vímuefna við akstur.

„Vissir þú að ef bifreið er ekið á 90 km hraða þá ferðast hún 25 metra á sekúndu? Ef þú freistast til þess að líta á símann þinn í 2 sekúndur þá ekur þú vegalengd sem er jafn löng Laugardalslaug eða því sem nemur einu bili á milli vegstika úti á þjóðvegum,“ segir að lokum í tilkynningunni.

Nýjar fréttir