7.8 C
Selfoss

Eimskip og Kótelettan endurnýja samstarfssamning  

Vinsælast

Á dögunum undirrituðu forsvarsmenn Kótelettunnar BBQ & Music Festival og Eimskips samning þess efnis að Eimskip verði áfram einn af aðal bakhjörlum hátíðarinnar, en félagið hefur verið stoltur bakhjarl hátíðarinnar frá upphafi. Undirbúningur fyrir hátíðina er á lokametrunum en hátíðin fer fram dagana 9.-11. júlí á Selfossi. Þá styttist í að eitt helsta kennileiti hátíðarinnar, „Eimskips gámarnir“ mæti á svæðið.

Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar segir að samstarfið við Eimskip sé ein af lykil forsendum hátíðarinnar. „Það hefur verið okkur mikil hvatning í að halda ótrauð áfram. Í dag er Kótelettan orðin ein af stærstu hátíðum landsins þökk sé Eimskip.“

Friðrik Sigurbjörnsson svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi segir Eimskip vera stoltan bakhjarl hátíðarinnar og kveðst spenntur fyrir framhaldinu. „Eimskip mun með nýjum samningi halda áfram mikilvægum stuðningi sínum við hátíðina og jafnframt auka sýnileika sinn á svæðinu.“

Nýjar fréttir