6.1 C
Selfoss

Það styttist í Allt í blóma

Vinsælast

Fjölæra fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Allt í Blóma verður haldin dagana 30. júní – 2. júlí í Lystigarðinum í Hveragerði og víðar innan bæjarmarkanna.

Dagskráin hefst á föstudeginum með einstökum fjölskyldutónleikum með
Bríeti klukkan 17:00. Um kvöldið verða stórtónleikar með hinum eina sanna Stefáni
Hilmarssyni ásamt stórhljómsveit í tjaldinu, talið í klukkan 21:00 og trúbdadorastemning eftir tónleika.

Á laugardeginum verður frábær dagskrá í Lystigarðinum. Á milli 12:00 -17:00 verður risa markaður í tjaldinu, hoppukastalar og loftbolti.is og á sviðinu verða Sirkus Íslands og Halla og Solla úr Latabæ ásamt því að Bmx broskíkja á svæðið. Klukkan 15:00 Suðurlandsdjazz með Unni Birnu og fleirum.

Klukkan 17:00 verður gleði í Greenhouse og kl. 19:00 opnar á ný í garðinn, um 20:00 koma fram Friðrik Dór, Gdrn ogfleiri ásamt hljómsveit áður en dansleikur hefst í tjaldinu fram á rauða nótt.

Á sunnudeginum lýkur Bjartmar Guðlaugsson dagskránni með tónleikum í Reykjadalsskála.

Nýjar fréttir