1.7 C
Selfoss

Kjúklinganaggar á hrísgrjónabeði

Vinsælast

Árni Magnússon er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég þakka Hólmaranum mínum fyrir áskorunina. Eins og allir vita hef ég haldið úti matarbloggi á instagram síðunni minni og leitt fylgendur mína í alskonar ferðalög í þessu svokallaða „story“. Finnst tilvalið að koma með einn rétt þaðan.

Kjúklinganaggar á hrísgrjónabeði

Ég reyni alltaf að gera alla mína matseld frá grunni og kaupi því alltaf kjúklinganagga í Krónunni, þeir eru einu naggarnir sem ég hef fundið sem eru frá grunni. Hrísgrjón eru yfirleitt bara frá grunni skilst mér en ég nota alltaf hrísgrjón frá Tilda. Svo ber ég þetta fram með leynisósu í restina.

1 pakki kjúklinganaggar
2 pokar Tilda hrísgrjón

Aðferð

Svona naggar eru yfirleitt forsoðnir skilst mér og ég hef aldrei fundið Oliviuolíu sem er frá grunni þannig að set þá alltaf bara beint á pönnuna og steiki í ca 40 mínutur, á Tilda hrísgrjónunum stendur að sjóða eigi einn poka í 12 mínutur. Þar sem við erum með 2 poka sjóðum við í 2×12 mínutur eða 24 mínutur. Eftir eldun er gott að setja réttinn á disk. Raðið hrígrjónum langsum á diskinn og leggið naggana fallega ofan á beðið.

Þá er það leynisósan. Gunnars Pítusósa. Gunnars Pítusósan er þeim eiginleikum gædd að hún er 42% repjuolía sem er eina olían sem er frá grunni skilst mér.

Aðferð

Sullið slatta af sósunni yfir naggana, ég persónulega set alltaf vel til hliðar líka en ég elska sósur þannig að það er líklega smekksatriði.

Ég skora á stór vin minn, uppgjafasmiðinn og veitingamanninn Davíð Örn Bragason. Það vita það ekki margir en Davíð er 1/12 spánverji og heldur úti snapchat reikning, @tapasdabs2, mæli með að fylgja honum.

Nýjar fréttir