5.6 C
Selfoss

Samningur um refaveiðar í Flóahreppi

Vinsælast

Árlega hefur Flóahreppur gert samning vegna refaveiða og grenjavinnslu á því tímabili sem vinnsla grenja er leyfileg sem er á tímabilinu 1. maí – 31. júlí ár hvert.

Markmið með veiðum og grenjavinnslu er að koma í veg fyrir tjón af völdum refa. Veiðar á ref og leit að grenjum skulu fara fram í samráði við landeigendur.

Birgir Örn Jónsson mun sjá um refaveiðar og grenjavinnslu fyrir Flóahrepp og er samningur gerður út árið 2023.

Í tilkynningu frá Flóahreppi eru íbúar og vegfarendur beðnir um að láta vita ef þeir sjá ref á svæðinu. Hægt er að láta vita á skrifstofu Flóahrepps í síma 4804370 eða með því að senda póst á anna@floahreppur.is. Beint símanúmer hjá ráðnum refaveiðimanni er 8918898.

Þá er athygli vakin á því að skv. gildandi reglum Flóahrepps um uppgjör við ráðna veiðimenn og greiðslu fyrir unna refi að engum nema ráðnum (samningsbundnum) veiðimönnum verður greitt úr sveitarstjóði fyrir grenjavinnslu eða þóknun fyrir unnin ref.

Annað gildir um minkaveiðar en greitt er fyrir minkaskott skv. viðmiðunartaxta Umhverfisstofnunar. Allir þeir sem skila inn skottum af unnum mink frá greitt skv. þeirri gjaldskrá.

Nýjar fréttir