8.9 C
Selfoss

Íbúafundur um menningarsalinn á Selfossi

Vinsælast

Miðvikudaginn 21. júní hefur verið boðað til opins íbúafundar á Hótel Selfossi með Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra þar sem rætt verður um framtíðaráform menningarsalar Suðurlands á Selfossi.

Menningarsalurinn á Hótel Selfossi verður opinn frá 17-17:45. Fundurinn hefst svo klukkan 18:00. Lilja D. Alfreðsdóttir mun flytja ávarp og munu fulltrúar tón- og sviðslistar flytja stutt erindi. Í lok fundar verður opið fyrir almennar umræður.

Nýjar fréttir