11.1 C
Selfoss

Áskorun kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Vinsælast

Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sendi frá sér eftirfarandi áskorun á stjórnarfundi sl. miðvikudag:

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi skorar á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra.

Samkvæmt ítrustu túlkunum á hinum svokölluðum „12-18 mánuðum“, þá er tíminn runninn upp, og rúmlega það. Suðurkjördæmi var eina landsbyggðarkjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1. mann kjörinn.

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi gengu af síðasta landsfundi fullvissir um að Guðrún Hafsteinsdóttir yrði ráðherra snemma á vormánuðum 2023. Núna er kominn tími á að leggja orð í efndir. Það er algjör lágmarkskrafa um að hún taki sæti í ríkisstjórn við lok þingveturs.

Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Nýjar fréttir