11.7 C
Selfoss

Frábær árangur á Vormóti Fjölnis í frjálsum íþróttum

Vinsælast

Nokkrir krakkar tóku þátt á Vormóti Fjölnis í frjálsum í vikunni en sumarstarfið er nú að fara í gang á fullum krafti.

Eitt HSK met var sett og flestir voru að bæta sinn persónulega árangur í mörgum greinum.

Hugrún Birna Hjaltadóttir, Selfossi, 15 ára, stórbætti sig í 400m hlaupi er hún varð í öðru sæti á 62,31 sek. Hún varð einnig þriðja í sínum flokki í langstökki með 4,84m, hljóp á sínum besta tíma í 100m hlaupi, 13,62 sek og bætti árangur sinn í kúluvarpi.

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Selfossi, 15 ára, bætti árangur sinn í öllum greinum sem hann tók þátt í.  Hann sigraði 100m hlaup á 12,82 sek, langstökk með 5,80m og kúluvarp með 14,18m.  Í stangarstökki varð hann í þriðja sæti með 2,80m.

Ívar Ylur Birkisson, Dímon, 15 ára, keppti í 3 greinum. Hann varð í 2. sæti í 100m á 12,08 sek og 3. sæti í langstökki með 5,31 m og 3. sæti í kúluvarpi með 11,37 m en það var bæting um rúman metra.

Bryndís Embla Einarsdóttir, Selfossi, 14 ára, bætti sig og sigraði í kúluvarpi með 10,70m, hún varð önnur í langstökki með 4,89m og í 100m hlaupi bætti hún sig um rúmar 2 sekúndur er hún hljóp á 13,39sek.

Anna Metta Óskarsdóttir, Selfossi, 13 ára, setti HSK-met í 13 ára flokki þegar hún hljóp 400m grind á 80,14 sek og varð í þriðja sæti.  Hún bætti sig einnig í langstökki með 4,87m og varð í öðru sæti, hún varð einnig önnur í 100m hlaupi á 14,01sek.

Adda Sóley Sæland, Selffossi, 13 ára, sigraði kúluvarp örugglega þegar hún kastaði 10,16m sem er henni besti árangur.  Hún bætti sig einnig í langstökki með 4,57m.

Magnea Furuhjelm Magnúsdóttir, Dímon, 12 ára  keppti í 3 greinum, kúluvarpi með 6,69 m, langstökki með 4,25 auk þess var hún að keppa í fyrsta sinn í 100m hlaupi en hún hljóp á 14,48 sek.

Nýjar fréttir