2.8 C
Selfoss

Fimleikadeild Selfoss og Hótel Geysir gera með sér samstarfssamning

Vinsælast

Hótel Geysir og fimleikadeild Selfoss hafa gert með sér samstarfssamning. Fimleikadeildin er afar lánsöm að fá svo frábæran bakhjarl til liðs við sig til að efla og gera gott starf betra. Iðkendur deildarinnar frá Geysi, Reykholti og Einholti voru viðstödd undirskriftina.

„Við erum einstaklega spennt og þakklát fyrir að hefja samstarf við Hotel Geysi, iðkendur úr sveitinni keyra til okkar á æfingar oft í viku og fyrir það erum við afar glöð. Það er ómetanlegt að hafa góða bakhjarla við deildina nær og fær. Að koma á Hotel Geysi er alltaf mikil upplifun“ segir Sigrún Ýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss.

Elín Svafa Thoroddsen undirritaði samninginn á Hotel Geysi ásamt Sigrúnu Ýr Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra og Gunnari Bjarka Rúnarssyni formanni fimleikadeildar Selfoss. Ljósmynd: Fimleikadeild Selfoss.

Nýjar fréttir