1.1 C
Selfoss

Kristinn Ólafsson nýr framkvæmdastjóri Sólheima

Vinsælast

Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. frá og með 1. júní nk. til 5 ára. Kristinn, sem starfað hefur sem rekstrarstjóri á Sólheimum frá því í janúar á þessu ári, er viðskiptafræðingur að mennt.

Kristinn lauk BBA prófi í viðskiptafræði af upplýsingatæknisviði frá Andrews Univiersity, Michigan í Bandaríkjunum og MSc námi stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hann hefur langa reynslu af rekstri, framkvæmda-  og fjármálastjórnun, bæði í eign fyrirtækjum og hjá öðrum.

Hann tekur við starfinu af Kristínu B. Albertsdóttur sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sl. 5 ár en hún ákvað að framlengja ekki ráðningarsamning sinn og lætur af störfum frá sama tíma.

Nýjar fréttir