3.9 C
Selfoss

Goðheimar flagga sínum fyrsta Grænfána

Vinsælast

Grænfánanum var flaggað í fyrsta sinn í leikskólanum Goðheimum á Selfossi þann 17. maí síðastliðinn.
Við stofnun leikskólans 2021 var tekin ákvörðun um að sækja um Grænfánann og að leikskólinn yrði Skóli á grænni grein.
Fjölbreyttar leiðir eru farnar í því að kenna börnunum að umgangast náttúruna og stuðlað að jákvæðri upplifun þeirra á grænum svæðum í nágrenni skólans einnig er mikið er lagt upp úr orðanotkun tengdri náttúru og umhverfi. 

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi, en Grænfáninn hefur verið á Íslandi frá árinu 2001. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Skólar á grænni grein styðja við umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og almennt umhverfisstarf í skólum á öllum skólastigum.

Markmið verkefnisins eru að bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku, efla samfélagskennd innan skólans, auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan, styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir er varða nemendur og að veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

Nýjar fréttir