1.1 C
Selfoss

Grænfáninn í sjöunda sinn

Vinsælast

Föstudaginn 12. maí fengu nemendur úr umhverfisnefnd ML sinn sjöunda grænfána í sögu Menntaskólans að Laugarvatni hjá Landvernd. Þessi verðlaun eru afrakstur vinnu umhverfisverndarnefndar ML fyrir árin 2021-2023. Nemendur unnu verkefni út frá skóla á grænni grein hjá Landvernd.

Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Á Íslandi eru um 200 skólar á öllum skólastigum í grænfánaverkefninu.

Við óskum ML-ingum innilega til hamingju með grænfánann!

Nýjar fréttir