1.7 C
Selfoss

Þrír sunnlenskir skólar í úrslitum Skólahreystis

Vinsælast

Úrslitin í Skólahreysti fóru fram í Laugardalshöll sl. laugardag og áttu Sunnlendingar þrjú lið í úrslitunum, lið Flóaskóla, Vallaskóla og Hvolsskóla sem segir mikið um styrk og dugnað sunnlenskra skóla og íþróttakennara. Flóaskóli endaði í 6. sæti, Hvolsskóli kom svo rétt á eftir í 7. sæti og Vallaskóli í 9. sæti, en aðeins 1 stig skildi á milli allra skólanna. Tólf lið víðsvegar af landinu tóku þátt í úrslitunum.

Skólarnir stóðu sig allir með prýði þó svo engin þeirra hafi komist á verðlaunapall en vert er að nefna að Rakel Rún Sævarsdóttir úr liði Vallaskóla sigraði hreystigreipið með yfirburðum og hékk í heilar 13 mín. og 22 sek.

Nýjar fréttir