1.7 C
Selfoss

Skítamórall spilar þrjú kvöld í röð á Sviðinu

Hljómsveitin Skítamórall kemur saman um helgina á Sviðinu á Selfossi en hljómsveitin spilaði síðast saman fyrir tveimur árum og þá var það á Kótelettunni. Drengirnir spila þrjú kvöld í röð og nú þegar er orðið uppselt á laugardagskvöldið og gengur vel að selja á hin tvö kvöldin.

Hljómsveitin kom saman í gærkvöldi til að byrja að æfa fyrir tónleikana og við það tækifæri var myndin hér fyrir ofan tekin. Það lá vel á strákunum enda mikil tilhlökkun í hópnum að spila loksins aftur í heimabænum og nú í fyrsta sinn á Sviðinu sem er orðinn mjög eftirsóttur tónleikastaður hjá tónlistarfólki.

Þeir sem vilja ekki láta þessa snillinga fram hjá sér fara geta nælt sér í miða inni á tix.is.

Fleiri myndbönd