11.7 C
Selfoss

Nichole Leigh Mosty ráðin leikskólastjóri

Vinsælast

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps staðfesti á fundi sínum á miðvikudaginn tímabundna ráðningu Nichole Leigh Mosty í starf leikskólastjóra. Hún mun taka við starfinu í byrjun júní.

Nichole hefur langa reynslu af störfum á leikskólum og var m.a. aðstoðarleikskólastjóri í tvö ár og leikskólastjóri leikskólans Aspar í Reykjavík í fimm ár. Hún hefur setið á Alþingi og tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum í leikskólum hérlendis og í Bandaríkjunum. Enn fremur hefur hún frá árinu 2021 gegnt stöðu forstöðumanns Fjölmenningarseturs.

Nichole er með B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum og M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræði með kjörsvið mál og læsi.

Nichole er boðin velkomin til starfa hjá Mýrdalshreppi og henni óskað velfarnaðar í starfi.

Nýjar fréttir