2.3 C
Selfoss

Goðheimar og Árborg hlutu styrki úr Sprotasjóði

Vinsælast

Leikskólinn Goðheimar á Selfossi og Sveitarfélagið Árborg hlutu á dögunum styrki úr Sprotasjóði leik- grunn- og framhaldsskóla, sem afhentir voru við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Sprotasjóðurinn úthlutaði 56,8 milljónum króna til 25 skólaþróunarverkefna fyrir skólaárið 2023-2024.  Leikskólinn Goðheimar hlaut styrk fyrir verkefninu Geymast mér í minni myndir bernskunar  og Sveitarfélagið Árborg fyrir verkefninu Hvernig má styðja við farsæld barna í leikskóla?

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Umsýsla er hjá Rannís. Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:
Farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl og geðheilbrigði, sköpun og hönnun og stafræna borgaravitund, upplýsinga- og miðlalæsi.

Nýjar fréttir