2.7 C
Selfoss

Sárt og vandasamt en vel fært verkefni

Vinsælast

Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar mætti í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg þar sem hann fór yfir 9 ára sögu Reykjanesbæjar sem var nánast gjaldþrota árið 2014 og var mjög illa statt fjárhagslega en er í góðum málum í dag.

Í fróðlegu erindi fór Kjartan yfir hvernig þau hefðu markvisst náð samstöðu við lánadrottna og haft með sér í ráðum samband íslenskra sveitarfélaga og KPMG og bæjarstjórn var samtaka, nánast þjóðstjórn. Þar giltu fjögur slagorð: Hugarfar, ábyrgð, metnaður og seigla. Hann óskaði Árborg velfarnaðar og taldi að hér væri margt búið að gera vel sem stæði til framtíðar og nú væri þetta stórt verkefni en hann sagði að Reykjanesbær hefði verið fjárhagslega miklu verr staddur en Árborg er í dag. Þar hafi verið búið að selja burtu stóran hluta af innviðum bæjarins sem nú er búið að kaupa til baka, eins og skólana og fleira. Kjartan taldi ekkert að vandbúnaði fyrir Árborg að rétta fjárhaginn við á næstu árum. Það væri vissulega sárt og vandasamt en að þetta yrði mjög fær leið.

Nýjar fréttir