12.8 C
Selfoss

Fasteignamarkaðurinn í Þorlákshöfn er lifandi

Vinsælast

Í janúar 2023 hóf Byr fasteignasala sölu á íbúðum í fyrsta áfanga í nýja miðbænum í Þorlákshöfn. Elín Káradóttir löggiltur fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu er ánægð með viðtökurnar og segir þær hafa farið fram úr björtustu vonum.

„Fyrsti áfangi verkefnisins í Móabyggð í Þorlákshöfn er svo gott sem seldur og sá næsti er komin í sölu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og tel ég að íbúðirnar í Klettamóa 7 og 9 sem eru fjórtán talsins munu fara hratt líka. Þessi hluti Móabyggðarinnar sem er í byggingu núna verður í heild með 78 íbúðir í 11 húsum. Í hverju húsi verða 6 eða 8 íbúðir ásamt geymslum og allar með sérinngangi. Íbúðirnar eru frá 67,7 m² til 95,8 m² það er 3 til 4 herbergja íbúðir. Uppbyggingin í Þorlákshöfn er að draga fólk að og einnig eru verðin á íbúðunum viðráðanlegri en annars staðar. Íbúðirnar eru líka vel staðsettar í hjarta nýja miðbæjarins í Þorlákshöfn sem er að rísa norðan Selvogsbrautar og stutt er í alla helstu þjónustu, verslun, skóla og leikskóla,“ segir Elín.

Þrátt fyrir verðbólgu og háa stýrivexti segir Elín að markaðurinn sé ekki stopp og eignir séu að seljast.

„Ég er ekki sammála því að fasteignamarkaðurinn sé orðin stopp, það er sala og eignir eru að seljast þrátt fyrir hertar kröfur Seðlabanka Íslands og hærri vexti á íbúðalánum. Hægt er að kaupa íbúðir á viðráðanlegu verði útá landi, til dæmis í Móabyggð í Þorlákshöfn sem er aðeins í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík og margir sem búa þar sækja vinnu til Reykjavíkur. Atvinnuuppbygging og aukin atvinnutækifæri eru til staðar ásamt öflugu mannlífi sem og frábær grunnþjónusta sem hefur hagsmuni fjölskyldufólks að leiðarljósi“. Þá hvetur Elín ungt fólk til að horfa til Þorlákshafnar og byrja sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum fyrir utan höfuðborgarsvæðið.

„Hamingjan er sannarlega í Þorlákshöfn“ segir Elín að lokum.

Nýjar fréttir