9.5 C
Selfoss

KA nær forystu í Íslandsmeistaraeinvíginu

Vinsælast

Hamar og KA mættust í Hveragerði í síðustu viku í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í blaki.Staðan í einvíginu var 1-1. Hamar vann fyrsta leikinn 3-1 en KA jafnaði leikinn í hörku leik á Akureyri þar sem oddahrinu þurfti til að knýja fram úrslit.

Spennustig KA manna var greinilega rétt still í upphafi leiks. Þeir voru með yfirhöndina allan tímann á meðan ekkert gekk upp hjá heimamönnum sem fundu greinilega fyrir því að þjálfarinn Tamas Kaposi er óleikfær.

KA vann hrinuna hrinuna örugglega 25-18. Í annari hrinu var aftur á móti önnur saga. Hamarsmenn virtust koma betur stemmdir til leiks og var hrinan hnífjöfn allt til loka. Staðan var m.a. jöfn 16-16, 19-19 og 23-23 en Hamarsmenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu hrinuna 25-23. Þriðja hrina var engu síðri. Staðan var jöfn 11-11 en eftir það skriðu KA menn fram úr en Hamarsmenn jöfnuðu aftur 17-17.  Eftir hörku baráttu höfðu KA menn svo betur og unnu hrinuna 25-22. Í fjórðu hrinu var engin breyting á. Barist fyrir hverju stigi í vörn og sókn. Jafnt var 17-17 en eftir það skriðu KA menn framúr og höfðu að lokum sigur 25-22 og unnu leikinn þar með 3-1 og eru komnir með 2-1 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Lang stigahæstur í liði KA var sem fyrr Miguel Mateo með 29 stig en í liði Hamars var það Marcin Graza með 18 stig. Fjórði leikur liðanna fer fram á Akureyri á þriðjudaginn kemur og geta KA menn þá tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli.

Nýjar fréttir