9.5 C
Selfoss

Eurovision-sigurvegari á Sviðinu á laugardagskvöld

Vinsælast

Sviðið í miðbæ Selfoss ætlar að bjóða upp á stanslausa Eurovisiongleði á báðum hæðum Miðbars og á Sviðinu þegar aðalkeppni Eurovision fer fram næsta laugardagskvöld. Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði í Eurovision árið 2013 með laginu Only Teardrops, verður heiðursgestur og Einar Bárðarson verður veislustjóri kvöldsins.

Flottasta hópaborðið fær flöskuborð á miðnætti

„Okkur langaði að keyra á eitthvað öðruvísi, stórt og skemmtilegt,“ segir Hlynur Friðfinnsson framkvæmdastjóri um það sem hann fullyrðir að verði stærsta Eurovisionpartý sem haldið hefur verið á Íslandi. „Við verðum á útopnu á öllum hæðum á Miðbar/Sviðinu laugardagkvöldið sem keppnin verður. Það verður hægt að bóka borð fyrir hópinn og koma og skreyta frá hádegi. Flottasta hópaborðið fær svo flöskuborð á miðnætti“

„Við ætlum að gera þetta með stæl, Emmelie de Forest, sigurvegari Eurovision árið 2013, stígur á stokk og tryllir gesti eftir að keppni lýkur. Ég leyfi mér að efast um að nokkur íslenskur skemmtistaður hafi tjaldað jafn miklu til áður. Okkar eigin Einar Bárðarson, Euro-sérfræðingur hefur verið ráðinn bankastjóri Gleðibankans, það dugir ekkert minna en að hafa eina Eurovision sigurvegarann sem Selfoss hefur alið sem veislustjóra,“ bætir Hlynur við.

Kokteill með hverjum miða

Hverjum aðgöngumiða fylgir Euro-kokteill og Euro-borgari, en miðinn er á litlar 1986 krónur, „því við tókum jú einmitt fyrst þátt í Eyrovision árið 1986. Við grillum í partýgesti á milli kl. 18-20, það verður Euro-happdrætti með veglegum vinningum og drykkir verða á happy hour verðum á meðan á keppni stendur,“ segir Hlynur að lokum.

Miðasala er hafin á tix.is.

Nýjar fréttir