-1.6 C
Selfoss

Planta á móti plöntu!

Vinsælast

Skiptiplöntu gróðurhúsið er skemmtileg nýjung hjá Skrúfunni á Eyrarbakka. Þar býðst fólki að skiptast á plöntum og/eða skilja eftir græðlinga og litlar plöntur, þeim að kostnaðarlausu.

„Ertu komin með leið á að hafa allar hillur fullar af plöntuafleggjurum eða plöntur út um allt sem eru farnar að yfirtaka allt heimilið? Þá er Skiptiplöntu gróðurhúsið í Skrúfunni eitthvað fyrir þig! Hver man ekki eftir að bítta frímerkjum, Pókemon spilum eða servéttum í æsku? Nýja Skiptiplöntu gróðurhúsið virkar eins, nema í raun ertu að bítta á plöntum. Við tökum á móti öllum plöntum og afleggjurum í Skiptiplöntu gróðurhúsið okkar,“ segir Berglind Björgvinsdóttir eigandi Skrúfunnar.

„Eina reglan sem við höfum er: „Planta á móti plöntu“. Það má einnig skilja eftir afleggjara fyrir aðra. Skrúfan skapar vettvang fyrir gesti til að skiptast á plöntum án þess að það kosti, kannski kostar það bílrúnt í Skrúfuna en það er ekki hægt að verða fyrir vonbrigðum, það er svo gaman í Skrúfunni, kaffibolli í boði og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Margir segja að félagsskapurinn sé ekki svo slæmur heldur,“ segir Berglind og hlær.

„Við hvetjum alla til að mæta með afleggjara eða plöntur í Skrúfuna og skipta. Það væri skemmtilegt að hafa plönturnar merktar í pottum eða öðrum góðum ílátum. Þeir sem ekkert eiga til skiptanna, geta átt kost á því að eignast afleggjara frá Skrúfunni, sem við höfum safnað í einhvern tíma,“ segir Berglind að lokum.

Random Image

Nýjar fréttir