6.1 C
Selfoss

Björgunarsveitin Ingunn 40 ára

Vinsælast

Björgunarsveitin Ingunn var stofnuð á Laugarvatni þann 15. apríl 1981, af 17 staðarmönnum. Klúbbfélagar í Lionsklúbbi Laugdæla töldu að öryggismálum við vatnið væri áfátt og að það vantaði björgunarbát og úr umræðum um umsjón bátsins spratt björgunarsveitin. Hún skyldi skipuð þjálfuðum mönnum, ávallt til taks, á nóttu sem degi ef eitthvað brigði út af. Hefur hún verið við sjálfboðaliðastörf síðan.

Ljósmynd: Aðsend.

Í miðjum heimsfaraldri varð björgunarsveitin 40 ára gömul og nú,  tveimur árum síðar, verður loksins haldið upp á stórafmæli hennar. Í afmælinu verður litið yfir liðinn tíma og hvernig aðstæður og áskoranir björgunarsveitarinnar hafa breyst, og tækjabúnaðurinn eftir því. Þörfin fyrir öfluga, skipulagða og þjálfaða björgunarsveit hefur hins vegar aldrei verið meiri. Það er enginn skortur á fólki á ferð um Laugardal og Þingvallasveit, sem kann að þurfa á aðstoð hennar að halda.

Ljósmynd: Aðsend.

Öllum er boðið að koma við í húsnæði björgunarsveitarinnar að Lindarskógi 7, Laugarvatni, laugardaginn 6. maí 2023 kl. 13:00 til 16:00. Í boðinu verða léttar veitingar, tækjasýning og ræðuhöld.

Nýjar fréttir