4.5 C
Selfoss

Barnvænn markaður í Skrúfunni

Vinsælast

Fyrsti barnvæni markaðurinn verður haldinn sunnudaginn 30. apríl næstkomandi. Viðburðurinn verður frá 11:00 til 17:00 og dagskráin er helguð börnum en aðaláherslan er á að fjölskyldur komi saman og skemmti sér á ýmsan hátt en upplifun fyrir börnin verður í lykilhlutverki. „Ýmiskonar atriði verða til skemmtunar og er dagskráin þéttsetin. Á viðburðinum fá börn tækifæri til að selja handverk, listaverk og gamla dótið sem þau eru hætt að leika sér með. Þessi dagur er tileinkaður börnunum og eru þau að standa sjálf fyrir því að selja og eiga heiðurinn af þessum frábæra markaði,“ segir Berglind Björgvinsdóttir, eigandi Skrúfunnar.

„Við drógum úr skál fjögur góðgerðarsamtök sem tengd eru börnum sem við gefum gestum kost á að styrkja. Hvort sem bornin selja á markaðinum og láta gróðann eða hluta gróðans renna til góðgerðarmála eða aðrir gestir á viðburðinum styrkja. Þau samtök sem voru dregin eru; Barnaspítali hringsins, Barnaheill, Ljónhjarta sem eru samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri og síðasta er góðgerðarfélagið; Umhyggja, félag langveikra barna og þar sem forseti Íslands er verndari þeirra samtaka ákváðum við að bjóða honum á markaðinn til okkar og vonumst við til þess að hann mæti,“ bætir Berglind við.

Er þetta í fyrsta sinn sem Barnvæni markaðurinn er haldinn. „Skrúfan er ekki að fá neinn gróða en við viljum gera gott fyrir samfélagið og láta gott af okkur leiða, sérstaklega fyrir börnin. Við gerum okkar allra besta að framkvæma bæði skemmtilegan og eftirminnilegan dag fyrir börnin. Við höfum til dæmis fengið skemmtiatriði og stórglæsilegt tónlistaratriði. Andlitsmálning verður í boði fyrir alla ásamt skemmtilegri afþreyingu fyrir alla, við vonumst eftir að fá góða veðrið sem við pöntuðum en til öryggis setjum við upp veislutjald fyrir utan sem við höfum leigt fyrir viðburðinn,“ segir Berglind.

„Það má oft sjá börn halda tombólu fyrir utan verslanir en nú er hægt að koma á barnvæna markaðinn og sjá stærstu tombólu landsins og meira til.
Allir geta fengið að taka þátt á einn eða annan hátt, fengið úthlutað söluplássi eða boðið sig fram til að aðstoða okkur á þessum degi. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband í gegnum tölvupóst á
skrufan@skrufan.is eða senda skilaboð á Facebook síðu Skrúfunnar,“ segir Berglind að lokum.

Nýjar fréttir