8.9 C
Selfoss

Stóri Plokkdagurinn 2023

Vinsælast

Stóri Plokkdagurinn er haldinn 30. apríl í ár, en líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við íbúa og plokksamfélagið sem vill stuðla að snyrtilegu umhverfi og leggja sitt lóð á vogarskálarnar við að tína rusl sem víðast.

Ruslapokar verða aðgengilegir á ofangreindum stöðum í sveitarfélaginu, auk þess sem fólk getur losað sig við afrakstur plokksins í tunnur á sömu stöðum. Tunnurnar verða fjarlægðar þriðjudaginn 2. maí.

Helgina 28. – 30. apríl 2023 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa sig við afraksturinn í ruslatunnur að tínslu lokinni á eftirfarandi stöðum:

Eyrarbakki

Bakkinn, Eyrargata 49
Leikskólinn Strandheimar / Brimver, Túngata 39

Stokkseyri

Skálinn, Hásteinsvegur 2
Leikskólinn Strandheimar / Æskukot, Blómsturvellir 2

Selfoss

Sunnan við Ráðhús Árborgar, Austurvegur 2
Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði)
Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið
Fossnes / Bjarg við Ölfusá
Leikskólinn Goðheimar, Engjaland 21
Leikskólinn Hulduheimar, Erlurimi 1
Leikskólinn Jötunheimar, Norðurhólum 3
Leikskólinn Álfheimar, Sólvöllum 6
Leikskólinn Árbær, Fossvegi 1

Tjarnabyggð

Við grenndargáma

Sveitarfélagið Árborg

Nýjar fréttir