HSK-mótið í borðtennis fór fram sunnudaginn 16. apríl 2023 í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Alls tóku 95 keppendur frá sjö félögum þátt. Keppendur stóðu sig vel og gekk mótið vel fyrir sig.
Keppt var um HSK meistaratitil í 12 flokkum. Keppendur Garps unnu fimm titla, Dímon vann fjóra titla, Selfoss tvo og Gnúpverjar einn. Dímon vann stigakeppni félaga með 128 stig, Garpur varð í öðru sæti með 81,25 stig og Selfyssingar urðu í þriðja með 17 stig.
Yfirlit um verðlaunahafa má sjá á www.hsk.is