8.9 C
Selfoss

Frábær árangur hjá judodeild UMFS

Vinsælast

Judodeild UMFS sendi frá sér 9 keppendur á íslandsmót seniora og komu þeir heim með tvö gull-, tvö silfur- og fjögur bronsverðlaun.
Breki Bernharðsson átti góðan dag og sigraði 81 flokkinn örugglega í fyrsta sinn en hann varð íslandsmeistari í -73kg árið 2015. Breki glímdi við Gísla Egils í úrslitum og hafði betur. Hann tapaði svo fyrir Árna í undanúrslitum í opna flokknum sem hafði sigrað -90kg fyrr um daginn.
Styrmir Hjaltason og Fannar Júlíusson, yngstu keppendurnir frá UMFS, voru á sínu fyrsta Íslandsmóti seniora og sýndu miklar framfarir.
Árangur:
Breki Bernharðsson Íslandsmeistari í -81 kg og 3. sæti í opna
Egill Blöndal íslandsmeistari í -100 kg
Hrafn Arnarsson 2.Sæti í -90 kg og 3. sæti í opna
Úlfur Böðvarsson 2.sæti í -100 kg
Jakub Tomczyk 3. Sæti í -81 kg
Sigurður Hjaltason 3.sæti í +100 kg
Böðvar Arnarsson í 5.sæti -90 kg
Styrmir Hjaltason 5. Sæti -81 k.g
Fannar Júlíusson 5. Sæti -66 kg

Nýjar fréttir