-0.9 C
Selfoss

Góð þátttaka í fyrsta Grýlupottahlaupi ársins

Vinsælast

Fyrsta Grýlupottahlaup á Selfossi þetta sumarið fór fram síðastliðinn laugardag, 15.apríl. Þetta er í 53. skiptið sem hlaupið er haldið.  Þátttaka í fyrsta hlaupinu var góð en 126 hlauparar tóku þátt. Í fyrra var tekin í notkun ný leið en hlaupið fer nánast allt fram á malbikuðum göngustígum og endaspretturinn á tartaninu á frjálsíþróttavellinum. Vegalengdin er um 880m.

Bestum tímum náðu þau Hugrún Birna Hjaltadóttir (2008)sem hljóp á 3:17 og Óskar Dagur Kristjánsson (2010) sem hljóp á 3:24.

Grýlupottahlaupið fer fram 6 laugardaga í röð, næstu hlaup eru 22.apríl, 29.apríl, 6.maí, 13.maí og 20.maí. Keppt er í öllum aldursflokkum karla og kvenna.  Að loknum 6 hlaupum eru teknir saman besti árangur úr samanlögðum fjórum hlaupum og veitt verðlaun.

Skráning fer fram í suðurenda Selfosshallarinnar og hefst klukkan 10 en hlaupið er ræst kl 11.  Hlauparar eru ræstir, sex í einu, með 30 sekúndna millibili og aðalatriðið að vera með og hafa gaman.

UMFS

Random Image

Nýjar fréttir