11.7 C
Selfoss

Leiðin út á þjóðveg fær Sigurhæðir í heimsókn

Vinsælast

Leiðin út á þjóðveg, í Hveragerði, er hópur fólks sem vinnur og kynnir lausnir við geðrænum vandamálum, með vikulegum fundum í Mánamörk 1 í Hveragerði. Í fréttatilkynningu frá Leiðinni út á þjóðveg segir: „Við fáum til okkar góðan gest næstkomandi þriðjudagskvöld, 18. mars, kl 20. það er Hildur Jónsdóttir verkefnisstjóri Sigurhæða sem er frábært framtak. Sigurhæðir eru þjónusta á Suðurlandi við konur sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi. Þar fá þær, og aðstandendur þeirra,samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferðir á sínum forsendum. Þess skal einnig getið að öll þjónusta Sigurhæða er þolendum að kostnaðarlausu. Við vonum að sem flestir mæti og kynnist þessu frábæra starfi, jafnt konur sem karlar, að sjálfsögðu frítt inn og væntanlega smá kaffi og með því á boðstólum.“

Nýjar fréttir