7.8 C
Selfoss

Passíusálmar og kaffiveitingar í Hrepphólakirkju

Vinsælast

Allir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Hrepphólakirkju á föstudaginn langa, 7. apríl, og hefst lesturinn kl. 12.  Fjöldi lesara á öllum aldri kemur að lestrinum.  Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra, sóknarnefndarfólk, félagar úr félagi eldri borgara í sveitinni eru meðal lesara þetta árið.  Á meðan á lestrinum stendur er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar og er dagskráin hugsuð þannig að fólk geti kíkt við, hlýtt á lestur og fengið sér kaffi í leiðinni.  Passíusálmarnir hafa verið lesnir upp í Hrepphólakirkju síðan árið 2000, að undanskildum tveimur árum en þá féll lesturinn niður vegna faraldursins.  Á milli lestra úr passísálmunum er lesið upp úr píslarsögu guðspjallanna.

Upplestur hefst sem fyrr segir stundvíslega kl. 12 og gert er ráð fyrir að honum ljúki kl. 16:15.

Nýjar fréttir