2.7 C
Selfoss

Kristján Valdimarsson er íþróttamaður ársins

Vinsælast

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sem haldinn var á dögunum, var blakmaðurinn Kristján Valdimarsson kjörinn íþrótta- og blakmaður Hamars 2022.

Kristján er varafyrirliði í liði Hamars sem hefur staðið sig með yfirburðum undanfarin ár. Liðið er ríkjandi deildar-, bikar-, og Íslandsmeistarar. Kristján er að auki lykilmaður í íslenska landsliðinu sem lék í undankeppnin Evrópumótsins á síðasta ári.

Þá var Úlfur Þórhallsson kjörinn badmintonmaður Hamars, Ragnar Nathanielsson körfuknattleiksmaður Hamars og Ísak Sindri Danielsson Martin knattspyrnumaður Hamars.

Nýjar fréttir