3.4 C
Selfoss

Gjöf til Villingaholtskirkju

Vinsælast

Kvenfélag Villingaholtshrepps gaf Villingaholtskirkju nýverið 100.000,- krónur til kaupa á nýju sálmabókinni sem gefin var út á haustmánuðum síðasta árs.

Kvenfélag Villingaholtshrepps hefur ávallt staðið þétt við bakið á Villingaholtskirkju og gefið ýmsa muni, s.s. hökla og fermingarkirtla.

Ákveðið hefur verið að fá kvenfélagskonurnar hverja og eina til að árita innan í sálmabækurnar eigin hendi um að þær séu gjöf frá kvenfélaginu og að rita síðan sitt eigið nafn undir til staðfestingar að svo sé.  Sóknarnefnd Villingaholtskirkju færði kvenfélagi Villingaholtshrepps þakkir fyrir hönd safnaðarins kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf eftir messu í kirkjunni 5. febrúar sl.

Nýjar fréttir