11.7 C
Selfoss

Styrktartónleikar fyrir fjölskyldu Guðjóns Björnssonar

Vinsælast

Vörðukórinn, sem skipaður er fólki úr Árnes- og Rángaárvallasýslum mun halda sína árlegu vortónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 5. apríl klukkan 20:00. Flutt verða lög úr ýmsum áttum, allt frá íslenskum og erlendum dægurlögum yfir í blús. Einnig verður frumflutningur á nýju lagi eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson við texta eftir Jóa í Stapa. Með kórnum leika þau Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó og Jón Rafnsson á kontrabassa. Stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir.

Allur ágóði af þessum tónleikum rennur til styrktar fjölskyldu Guðjóns Björnssonar á Syðri- Hömrum í Ásahreppi.  Miðaverð er 3500 krónur

Vonumst til að sjá sem allra flesta

Vörðukórinn

Nýjar fréttir