Síðasta laugardagsmorgun var mikið líf og fjör í bókasafninu á Selfossi þar sem fjölskyldum var boðið að mæta og föndra saman í tilefni páskanna. „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi fyrir fjölskyldur á laugardagsmorgnum og nú síðast var föndrað á hverju borði og í hverju skoti. Þessar fjölskyldustundir á laugardögum njóta vaxandi vinsælda og eru orðnar fastur liður í menningarlífi Árborgar,“ segir Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar hjá Árborg í samtali við Dagskrána.
Næsta laugardag verður spilamorgunn í bókasafninu frá klukkan 11:00.