8.9 C
Selfoss

Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn– ókeypis aðgangur. 

Vinsælast

Landið með fránum augum Ásgríms

Laugardaginn 1. apríl kl.14:00 mun Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur verða með leiðsögn um afmarkaðan hluta sýningarinnar Hornsteinn í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Fjallað verður sérstaklega um verk Ásgríms Jónssonar á sýningunni í tenglum við verkefnið Ásgrímsleiðin, þar sem boðið verður upp á skipulegar ferðir á slóðir Ásgríms í Árnessýslu. Samstarfsaðilar eru: Húsið Eyrarbakka og Listasafn Íslands/Hús Ásgríms Jónssonar. Viðkoma verður á eftirfarandi stöðum auk Suðurkots í Rútstaðahverfi, húsatóftir æskuheimilis listamannsins.

Í dag er Rakel sjálfstætt starfandi sérfræðingur en um 35 ár gegndi hún stöðu sérfræðings og deildarstjóra fræðsludeildar og síðar rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands. Rakel mun fjalla um mótunarár og feril Ásgríms Jónssonar og áhrif verka hans í tengslum við þjóðernisvakningu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Nýjar fréttir