6.1 C
Selfoss

Stór sumarbústaður við Apavatn brann til kaldra kola

Vinsælast

Sumarbústaður við Apavatn brann til kaldra kola snemma í morgun. Þegar mest var, unnu fimmtán sllökkviliðsmenn frá Reykholti, Laugarvatni og Selfossi að slökkvistarfinu, með tvo slökkvi- og einn tankbíl.

„Við fengum tilkynningu klukkan 7:08 um eld í einhverju, eldurinn var vel sýnilegur úr fjarlægð en það var aðeins á reiki um hvaðan hann kæmi þarna í upphafi en kom fljótlega í ljós að þetta væri í bústað. Bústaðurinn var í rauninni alelda þegar við fengum tilyknninguna og er fallinn þegar fyrstu slökkvibílar koma á staðinn,“ segir Halldór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við Dfs.is

„Þetta var þokkalega stór bústaður, kjallari, hæð og ris. Þegar við höfðum gengið úr skugga um að bústaðurinn væri mannlaus skiptum við aðeins um taktík í slökkvistarfinu vegna þess að bústaðurinn var alveg á bökkum Apavatns og það er þarna hrygningarstöð fyrir silung og annað þannig að meginmarkmiðið var að missa ekki mengað slökkvivatn út í Apavatn, þannig að þessu var tekið rólega, það var engu bjargað hvort sem er, en slökkvistarfi er að ljúka núna í þessum töluðu orðum,“ bætir Halldór við.

Lögreglan á Suðurlandi kemur til með að rannsaka eldsupptök eftir að slökkvistarfi lýkur.

Nýjar fréttir