-3.3 C
Selfoss

Öruggur sigur Selfyssinga á unglingamóti HSK

Vinsælast

Unglingamót HSK í frjálsum 15 – 22 ára var haldið í Selfosshöllinni sunnudaginn 5. mars sl. 32 keppendur frá fimm aðildarfélögum HSK voru skráðir til leiks. Engin HSK met voru bætt að þessu sinni, en fjölmargir voru að bæta sinn persónulega árangur.

Selfyssingar voru sigursælir á mótinu, en keppendur félagsins unnu samtals 24 HSK meistaratitla, Hekla vann fimm titla, Dímon tvo titla og Þjótandi einn.

Stigakeppni félaga var ekki spennandi að þessu sinni, en Selfyssingar unnu stigakeppnina með yfirburðum, hlutu 343 stig. Dímonarkeppendur fengu 32 stig, Hekla var með 30 stig og Þjótandi 18.

Næsta frjálsíþróttamót vetrarins verður í Selfoshöllinni á sunnudag, en þá fer fram héraðsmót HSK.

HSK

Nýjar fréttir