10.6 C
Selfoss

Judodeild Selfoss fjölmennust á Góumóti

Vinsælast

Laugardaginn 25. febrúar síðastliðinn var Góumót Judofélags Reykjavíkur haldið. Mótið er æfingamót fyrir yngstu iðkendurna, 7-10 ára, þar sem allir fá þáttökuverðlaun. Keppendur voru fjörtíu og fimm frá fimm félögum og voru það JR, Judodeild Grindavíkur, Judodeild Ármanns, Judofélag Reykjanesbæjar og Judodeild Selfoss sem öttu þar kappi.

Ánægjulegt var að Judodeild Selfoss átti flesta keppendur á mótinu. Margir þátttakendanna voru að taka þátt á sínu fyrsta móti, á meðan aðrir hafa keppt mörgum sinnum. Keppendur stóðu sig frábærlega og margar góðar glímur litu dagsins ljós.

Börnunum er raðað saman eftir aldri og þyngd eins og venja er og keppa stúlkur og drengir stundum saman í flokkum ef svo ber við. Mótið var frábær skemmtun og ótrúlega flott judo sem þessir ungu iðkendur sýndu.

UMFS

Nýjar fréttir