3.4 C
Selfoss

Fjórða tunnan kynnt

Vinsælast

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Árborgar var lagt fram minnisblað mannvirkja- og umhverfisdeildar vegna breytingar á sorphirðu, um innleiðingu á fjórðu tunnu til sérflokkunar á plasti og breytta söfnunartíðni við öll heimili í Árborg.

Lagt er til að tunnum verði dreift til heimila í marsmánuði og að í stað 21 daga hirðingar verði tekin upp 28 daga hirðing úrgangs í Árborg frá 1. apríl. Helstu rökin eru þau að með 4 tunnunni þá aukast vikulítrar sem sóttir eru á heimili úr 208 í 216 lítra og því er ekki um að ræða að rúmmálsminnkun við breytinguna. Rúmmálsmestu flokkarnir fá aukna rýmd með tveimur 240 lítra tunnum í stað einnar. Frá 1. apríl geta íbúar svo skipt út ílátum á mínum síðum ef þeir vilja fara í tvöfalda tunnu fyrir almennan úrgang og lífúrgang. Áfram er boðið uppá spartunnu í almennum úrgangi.

Íbúafundir um fjórðu tunnuna fóru fram á Eyrarbakka og Selfossi fyrr í vikunni.

Nýjar fréttir