8.9 C
Selfoss

Hera og Árni verðlaunuð á Bessastöðum

Vinsælast

Fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn voru úrslit kunngerð í ensku smásagnakeppninni við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Í keppninni, sem félag enskukennara á Íslandi stendur fyrir á hverju ári, voru tveir nemendur Grunnskólans í Hveragerði sem unnu til verðlauna.

Hera Fönn Lárusdóttir, nemandi í 6. bekk vann til 1. verðlauna fyrir sína sögu, „The Power of Dreams“ og Árni Snær Jóhannsson, nemandi í 7. bekk vann 2. verðlaun fyrir söguna sína, „Anna´s Inner Power“, en bæði kepptu þau í flokknum 6.-7. bekkur. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti þeim verðlaunin við fyrrgreinda athöfn að Bessastöðum.

Tilefni keppninnar var evrópski tungumáladagurinn, 26. september, og hefur þátttaka í henni skipað sér fastan sess í skólastarfinu hjá Grunnskólanum í Hveragerði. Öllum skólum landsins er boðið að senda smásögur í keppnina sem fer þannig fram að nemendur skrifa enskar smásögur út frá ákveðnu þema sem að þessu sinni var „Power”, eða kraftur á íslensku.

Nýjar fréttir