11.1 C
Selfoss

Tvö gull og eitt brons á Íslandsmeistaramóti

Vinsælast

Valgerður E. Hjaltested, frá Hæli í Hreppum, varð Íslandsmeistari í sveigboga kvenna í fyrsta sinn á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi innanhúss um sem fram fór um liðna helgi. Valgerður vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni sveigboga kvenna ásamt liðsfélögum sínum, Marín Anítu Hilmarsdóttur og Melissu Pampoulie.

Lengsta óbrotna sigurröð Íslandsmeistaratitla í sveigboga kvenna í íþróttinni lauk á Íslandsmeistaramótinu þegar að Valgerður sigraði Marín Anítu Hilmarsdóttir 6-4 í úrslitaleiknum. En Marín hefur unnið síðustu fjóra Íslandsmeistaratitla í röð í sveigboga kvenna. Valgerður og Marín keppa reglubundið í úrslitaleikjum á mótum á Íslandi og Valgerður hefur aðeins einu sinni áður unnið Marín. Valgerður tjáði að markmið hennar hafi alltaf verið að vinna Marín, „þar sem hún er heimsklassa“.

Brons í kynlausri keppni

Þá hreppti Valgerður einnig brons í keppni um Íslandsmeistaratitil unisex (keppni óháð kyni) sem er ný viðbót hjá Bogfimisambandi Íslands. Kynlausu keppninni var bætt við til þess að stuðla að keppni milli karla og kvenna og til að opna tækifæri fyrir þau sem eru annað en karlar eða konur í þjóðskrá, að geta keppt um Íslandsmeistaratitil. Þetta er í fyrsta sinn sem veittur er kynlaus Íslandsmeistaratitill.

Frá vinstri: Marín Aníta Hilmarsdóttir, Valgerður Einarsdóttir Hjaltested og Melissa Tanja Pampoulie. 

Valgerður og Marín munu báðar keppa á Evrópubikarmóti í Bretlandi í apríl, þar sem síðustu þátttökuréttum á Evrópuleikana 2023 verður úthlutað. Það er talið mjög líklegt að önnur hvor þeirra vinni þátttökurétt á mótið fyrir Ísland. Einnig er mjög björt fyrir framtíð sveigboga kvenna landsliðsins að vera með þetta sterka “up and comers” í liðinu.

Að auki ber að nefna að ofan á glæsilega frammistöðu Valgerðar á mótinu, sá hún einnig um skipulagningu mótsins í heild sinni, en Valgerður er starfsmaður Bogfimisambands Íslands.

Nýjar fréttir